Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1501 svör fundust

Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?

Ástæða þess að Suðurskautslandið er talið heimsálfa en norðurskautið ekki, er sú að hið fyrrnefnda er meginland en hið síðarnefnda hafsvæði. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? hefur gengið erfiðlega að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa. Þa...

Nánar

Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?

Eyjarvað á Norðurá hefur ýmist verið talið það sama og Hólmavað eða Hábrekknavað (sjá Íslenzk fornrit V (1934), bls. 184nm.; Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 1839-1873. Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Sögufélag og Örnefnastofnun Íslan...

Nánar

Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin?

Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist r...

Nánar

Var hægt að tákna tölustafi með rúnaletri?

Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur. Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok...

Nánar

Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra?

Svokallaðir gullfiskar eru strangt til tekið aðeins ein tegund, Carassius auratus, en sú venja hefur skapast að kalla alla gulllitaða fiska í fiskabúrum og tjörnum þessu nafni. Gullfiskar tilheyra ætt karpa (Cyprinidae) og upprunalega lifa þeir villtir í vötnum og ám í Austur-Asíu. Náttúrulegir gullfiskar eru ...

Nánar

Fyrir hvað er rómverski rithöfundurinn Júvenalis frægur?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona:Fyrir hvað er rómverski rithöfundurinn Juvenalis frægur? Hvenær var hann uppi, hver eru frægustu rit hans og kannski eitthvað fleira ef þið finnið? Rómverski rithöfundurinn sem hér um ræðir hét fullu nafni Dekímus Júníus Júvenalis (lat. Decimus Junius Juvenalis). Hann fæddis...

Nánar

Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna?

Í fornu máli var hið sameiginlega tungumál norrænna þjóða, frumnorræna, oft kallað dönsk tunga. Dönsk tunga var reyndar notað um tvennt. Annars vegar um það mál sem Danir töluðu í Danmörku og í vissum hlutum Bretlandseyja og var á ýmsan hátt ólíkt því máli sem talað var í Noregi. Hins vegar var það notað um hið ga...

Nánar

Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?

Höfundur þessa svars hefur þegar fjallað um heimspeki Platons í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum. Í svarinu Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól? gerir hann grein fyrir frægustu kenningu Platons, frummyndakenningunn...

Nánar

Hvað er jihad?

Hugtakið jihad birtist oft í Kóraninum, sem er helgirit múslima. Orðið jihad merkir barátta eða átök. Á íslensku er það oft þýtt sem „heilagt stríð“ sem gefur satt að segja ekki alltaf rétta mynd af þessu fyrirbæri. Íslensku orðin „heilagt stríð“ eiga sér enga samsvörun í arabísku. Stríð er harb og muqaddas merkir...

Nánar

Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Plótinos (205–270 e.Kr.) var upphafsmaður þeirrar heimspekistefnu sem nefnd hefur verið nýplatonismi. Þessi stefna náði brátt mikilli útbreiðslu meðal heiðinna lærdómsmanna í Rómaveldi á síðfornöld og var í rauninni einráð, því aðrir heimspekiskólar voru horfnir af sviðinu. Nýplatonisminn var því ríkjandi heimspek...

Nánar

Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...

Nánar

Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?

Fólk getur verið á móti fóstureyðingum af ýmsum ástæðum, en þau fræðilegu rök sem algengast er að menn beri beri fyrir sig eru þessi: Það er rangt að deyða mannverur Fóstur er mannvera Þess vegna er rangt að eyða fóstri Veikasti hlekkurinn í þessari rökfærslu virðist vera 2. Þótt því verði varla á móti m...

Nánar

Hvað er örverpi?

Upphafleg merking orðsins örverpi er ‘lítið egg sem fugl verpir síðast, síðasta egg í hreiðri’. Fleiri orð eru notuð um hið sama, eins og hreiðurböggull og hreiðurbaggi. Örverpi er einnig notað um síðasta barn hjóna og mjög smávaxið afkvæmi. Upphafleg mun orðið hafa verið leitt af gamalli germanskri sögn *uz-werpa...

Nánar

Fleiri niðurstöður